Lestrarmenning

Um leið og meiri áhersla er lögð á læsi og lestrarkennslu í skólum verður til krafa um að setja hvort tveggja í merkingarbært samhengi fyrir nemandann, að veita honum tækifæri til að axla ábyrgð á eigin læsi og öðlast skilning á gildi þess fyrir nám og yndi. Lestrarmenning skólans og alls samfélagsins er þetta merkingarbæra samhengi og verður hún til úr forgangsröðun, áherslum, væntingum og tækifærum sem nemendur fá til að iðka lestur og efla læsi sitt.