Ferlisritun

Ferlisritun (process writing) er hugarfóstur Donalds H. Graves, Donalds Murray og samstarfsmanna þeirra. Uppruna aðferðarinnar má rekja til þess að margir kennarar og fræðimennt voru ósáttir við ritunarkennslu þar sem nemendur virtust ekki læra af fyrri mistökum, ábyrgðin væri öll á kennurum og viðhorf til ritunar ekki gott. Graves og samstarfsmenn hans fóru því að skoða hvernig rithöfundar vinna og í ljós kom að í grófum dráttum mátti skipta vinnu þeirra í fjögur þrep. Þessum þrepum var síðar fjölgað í fimm. Þau eru undirbúningur, uppkast, umritun, yfirlestur og birting. Þetta vinnulag hentar við ritun allra textategunda.

Þrep