Textategundir

Texti er skrifaður í margvíslegum tilgangi. Hann er t.d. skrifaður til að segja frá liðnum atburðum, lýsa skoðun og rökstyðja eða til að upplýsa og fræða. Hver textategund hefur því sitt eðli sem kemur fram í sameiginlegum einkennum, uppbyggingu, málssniði, orðræðu og birtingarformi hennar svo dæmi séu tekin. Það er hluti af ritunarkennslu að gera nemendum grein fyrir eðli textategunda og þjálfa þá í fjölbreyttri textagerð en skilningur á tilgangi, einkennum og uppbyggingu texta er einnig mjög mikilvægur fyrir lesskilning nemenda.

Mismunandi textategundir