Hljóðaaðferðin

Rannsóknir benda til þess að góð hljóðkerfisvitund og þekking barna á bókstöfum og hljóðum þeirra, áður en formlegt lestrarnám hefst, hafi mikið forspárgildi fyrir það hversu hratt og vel börn verða umskráningarfær. Einnig hefur verið bent á að sjálfvirk og fyrirhafnarlaus tenging allra bókstafstákna og viðeigandi hljóðs liggi til grundvallar góðri umskráningarfærni og því er mikilvægt að tryggt sé strax á fyrsta ári í lestrarkennslu, að því gefnu að barn hafi til þess forsendur, að barnið læri að tengja saman bókstaf og hljóð án umhugsunar.

Fjölbreytt verkefni