Lestrarkennslan

Lestur er flókin hugræn aðgerð fyrir börn og er ekki  meðfæddur eiginleiki heldur færni sem þau verða að læra. Möguleikar fólks til samfélagslegrar þátttöku ráðast af lestrarfærni og læsi þess og er mikil fylgni á milli lestrarkunnáttu og margra lýðheilsufræðilegra þátta. Það má því vera ljóst að mikilvægt er að tryggja að allar forsendur til lestrarnáms verði sem bestar og að vandað sé til formlegrar lestrarkennslu allan grunnskólann til að tryggja öllum börnum tækifæri til að verða vel læs.  

Um lestrarerfiðleika

Aðferðir

Leið til læsis

Leið til læsis er titill á yfirgripsmiklu stuðningskerfi í lestrarkennslu sem ætlað er kennurum á yngsta stigi grunnskólans.
Stuðningskerfið LtL er unnið af nokkrum sérfræðingum á sviði læsis með fulltyngi próffræðinga, þeir sem komu að gerð prófsins eru Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Sigurgrímur Skúlason, Ásthildur Bj. Snorradóttir, Bjartey Sigurðardóttir og Jóhanna Ella Jónsdóttir. Leið til læsis stuðningskerfið er nú í höndum Menntamálastofnunar og hluti af Lesferli.