Stigskiptur stuðningur

Pearson og Gallagher komu fyrstir fram með hugmyndina að stigskiptum stuðningi (scaffolding) árið 1983 en hún er í grunninn byggð á hugmyndum Rússans Lev Vygotskys um svæði mögulegs þroska (e. zone of proximal development). Stigskiptur stuðningur grundvallast á skipulagðri tilfærslu ábyrgðar frá kennara yfir á nemanda sem á sér stað í gegnum sýnikennslu, sameiginlega þjálfun, leiðsögn og endar að lokum í sjálfstæðri vinnu nemandans þar sem hann hefur náð tökum á tiltekinni færni. Hér er stigskiptum stuðningi beitt í ritunarkennslu.

Þrep