Skólinn og heimilin

Það er samstarfsverkefni skóla og heimilis að gera nemendur læsa. Báðir aðilar hafa væntingar til samstarfsins en mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr strax í upphafi svo læsisnámið fari vel af stað. Margir skólar hafa farið þá leið að boða foreldra á stutt námskeið við upphaf grunnskólagöngu þar sem farið er yfir væntingar skóla til samstarfsins, foreldrum veittar upplýsingar sem styrkja þá í hlutverki sínu og þeim gefið tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Slík námskeið hafa gefist mjög vel og eru skólar hvattir til að eiga þetta mikilvæga samtal við þessa helstu samstarfsaðila sína.

Fjölbreytt efni