Skólinn og heimilin

Það er samstarfsverkefni heimils og skóla að gera nemendur læsa og tryggja að lestrarnám barna verði farsælt. Það er best gert með öflugu samstarfi allt frá upphafi formlegrar skólagöngu þar sem væntingar, hlutverk og ábyrgð beggja aðila er skýr. Gott læsi er háð fjöldamörgum þáttum, það myndast á löngum tíma og það þarf að fá að vaxa og dafna í takt við auknar kröfur í námi og leik. Lestrarfærni nemenda þarf því ekki aðeins að styrkjast á skólatíma heldur er mikilvægt að lestri sé markvisst sinnt í lengri og skemmri fríum með hvatningu frá skóla og heimili. Hér má finna ýmislegt efni sem skólar geta nýtt sér til að efla foreldra í læsishlutverki þeirra innan og utan hefðbundins skólatíma.

Samvinna um læsi: Námskeið fyrir foreldra

Læsi og samfélagið

Lestur í fríum