Læsi og áhugahvöt

Áhrif mikils lestrar á fjölbreyttum textum eru mikil og óumdeild en ekki eru allir nemendur jafn áhugasamir um lestur. Lestrargeta og áhugasvið þeirra getur verið mismunandi en til að fá nemendur til að lesa geta kennarar þurft að beita ákveðnum klókindum og fá foreldra og skólasafnskennara eða bókavörð í lið með sér. Þarna getur góð lestrarmenning í skóla jafnframt hjálpað mikið til. Galdurinn er sá að fá nemendur til að sjá ákveðinn tilgang og ávinning af lestri en talið er að gott aðgengi að bókum sem varðar áhugasvið nemenda, gildi texta fyrir þá og val sé forsenda þess að kveikja áhugann á lestri.

Efni