Hugarkort

Til eru margar gerðir hugarkorta og ganga þau undir ýmsum nöfnum. Tilgangurinn með gerð hugarkorta er m.a. sá að setja fram upplýsingar með skipulögðum hætti, að gera sér grein fyrir innbyrðist tengslum fyrirbæra, að skýra orsakasamband, að læra ný hugtök og/eða dýpka hugtakaskilning sinn. Hugarkortið, sem valið er hverju sinni, getur ráðist af eðli viðfangsefnis eða áherslum í kennslu en því fleiri gerðir hugarkorta sem nemandi þekkir því fleiri leiðir getur hann farið til að hjálpa sér við nám.

Fjölbreytt hugarkort