Læsi og tvítyngi

Læsi og tvítyngi eru hugtök sem eiga fallegan samhljóm. Læsi felur í sér skilning á lesnum texta og er færni til að tjá sig í rituðu máli. Þar sem ritað mál er fjölbreyttara og flóknara en talað mál, er læsi grundvöllur framfara í málþroska barna og tvítyngdra barna í báðum tungumálum þeirra.  Lestrarkennsla barna með íslensku sem annað tungumál er ekki frábrugðin lestrarkennslu barna með íslensku að móðurmáli en mikilvægt er að huga sérstaklega að því að þau tileinki sér orðaforða íslenskunnar með skipulegum hætti.