Sjónrænn orðaforði

Sjónrænn orðaforði vísar til hæfni lesara til að þekkja orðmyndir á sjálfvirkan og fyrirhafnarlausan hátt þannig að hann geti einbeitt sér fullkomlega að merkingu orðsins en stærð sjónræns orðasafns hefur áhrif á lesfimi nemandans. Þessi sjálfvirkni verður til eftir því sem lesarinn sér orðmyndina oftar en fjöldi skipta, sem það tekur lesara að festa orðmynd í langtímaminni, er nokkuð einstaklingsbundinn. Mikilvægt er að þjálfa sjónrænan orðaforða í gegnum mikinn lestur á samfelldum texta en stundum getur verið að gagnlegt að grípa til þjálfunar orðalista til að auka fjölbreytni í þjálfun. Lesarar ættu alltaf að vera búnir að ná tökum á tengslum bókstafs og hljóðs áður en slík þjálfun hefst.

Aðferðir