Forsendur læsis

Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Í umfjölluninni hér er tekið sérstaklega mið af þeim forsendum læsis sem birtast í áherslum matstækja Lesferils á fyrstu stigum lestrarnáms. Þessir þættir eru málþroski, hljóðkerfisvitund og hljóðaaðferðin. Hljóðaaðferðin gerir þá kröfu til nemandans að við upphaf lestrarnáms sé hann kominn með góða og öfluga hljóðkerfisvitund en málþroski leggur grunninn að öllum skilningi, hvort heldur sem um ræðir skilning á töluðu máli (hlustunarskilningur) eða skilning á ritmálinu (lesskilningur).