Um læsisvefinn
Segja má að vatnaskil hafi orðið í íslensku skólastarfi með tilkomu Lesferilsmatstækjanna. Prófabankinn færir skólasamfélaginu ákveðinn grunn þar sem niðurstöður prófanna veita samanburðarhæfar upplýsingar um frammistöðu nemenda á færniþáttum sem saman mynda læsi. Þegar niðurstöður liggja fyrir hefst hið vandasama verk að bregðast við þeim en þá þarf skólafólk að hafa verkfæri og bjargir til að geta liðsinnt nemendum sínum. Þar kemur til kasta Læsisvefsins því vitneskja um stöðu nemenda leggur skólasamfélaginu ákveðnar siðferðilegar skyldur á herðar; að veita viðeigandi kennslu og stuðning svo allir nemendur geti orðið vel læsir.
Læsisvefurinn er fyrst og fremst ætlaður þeim sem kenna lestur. Honum er skipt í fimm hluta sem kallast á við matstækin. Þessir þættir eru: Forsendur læsis, lesfimi, orðaforði og lesskilningur, ritun og lestrarmenning. Við val á verkefnum á vefinn er í fyrstu horft til þess að fá kennurum í hendur verkfæri til að styrkja almenna lestrarkennslu inni í bekk og til að koma til móts við nemendur með vægan lestrarvanda. Þetta er gert til að auka líkur á vel skipulagðri og vandaðri lestrarkennslu fyrir meginþorra nemenda. Rannsóknir sýna nefnilega að góð lestrarkennsla inni í bekk gagnast langstærstum hópi nemenda.
Gert er ráð fyrir að Læsisvefurinn verði lifandi og þrátt fyrir að vera fullmótaður hvað varðar skipulag verði aldrei til endanleg mynd af honum. Hugmyndin er sú að inn á vefinn safnist alls konar gagnreyndar aðferðir, stórar og smáar, sem eiga að auðvelda kennurum að færa sig í átt að vandaðri og markvissri lestarkennslu fyrir allt grunnskólastigið. Notendur vefsins eru hvattir til að hafa samband við Menntamálastofnun vegna hugmynda að verkefnum eða annars sem kann að vanta inn á vefinn.
Með kærri kveðju,
Guðbjörg R. Þórisdóttir
Ritstjóri
Aðrir sem komu að gerð vefsins með einum eða öðrum hætti
Höfundar/útfærsla á aðferðum | Ráðgjöf |
Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur | Auðun Valborgarson sérfræðingur MMS |
Anna Guðmundsdóttir kennari | Auður Björgvinsdóttir læsisfræðingur |
Anna Kristín Arnarsdóttir grunnskólakennari | Baldur Sigurðsson dósent við HÍ |
Ása Marin Hafsteinsdóttir rithöfundur | Bryndís Gísladóttir grunnskólakennari |
Elsa Pálsdóttir læsisráðgjafi MMS | Brynja Baldursdóttir grunnskólakennari |
Guðbjörg R. Þórisdóttir læsisráðgjafi MMS | Elín Lilja Jónasdóttir ritstjóri MMS |
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir læsisráðgjafi MMS | Guðmundur Engilbertsson lektor við HA |
Helgi Hrafn Guðmundsson rithöfundur | Helga Sigurmundsdóttir aðjunkt við HÍ |
Illugi Jökulsson rithöfundur | Hulda Karen Daníelsdóttir sérfræðingur MMS |
Katrín Ósk Þráinsdóttir læsisráðgjafi MMS | Ingibjörg Einarsdóttir, Raddir samtök |
Ólafur Þór Jóelsson rithöfundur | Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir sérkennari |
Rannveig Oddsdóttir lektor við HA | Karen Rut Gísladóttir dósent við HÍ |
Sigríður Ólafsdóttir lektor við HÍ | Kristján Jóhann Jónsson prófessor emeritus HÍ |
Svava Þ. Hjaltalín grunnskólakennari | Lóa Rut Reynisdóttir grunnskólakennari |
Unnur Guðmundsdóttir sérkennari | Rannveig Oddsdóttir lektor við HA |
Vilhelm Anton Jónsson rithöfundur | Rúnar Helgi Vignisson dósent við HÍ |
Sigríður Wöhler ritstjóri MMS | |
Málfarsráðgjöf og yfirlestur | Sigurgrímur Skúlason sérfræðingur MMS |
Ingólfur Steinsson sérfræðingur MMS | Steinunn Torfadóttir lektor við HÍ |
Auður Aðalsteinsdóttir sérfræðingur MMS | Sverrir Óskarsson sviðsstjóri matssviðs MMS |
Sverrir Þórisson sérfræðingur MMS | Þóra Björk Jónsdóttir sérfræðingur MMS |
Umbrot | Umsjón verkefna |
Þórhildur Sverrisdóttir prentsmiður MMS | Andrea A. Guðjónsdóttir læsisráðgjafi MMS |
Kristín Helgadóttir prentsmiður | Heiðrún S. Ingvarsdóttir læsisráðgjafi MMS |