Framvindurammar

Mikilvægt er að hafa góða yfirsýn og skilning á inntaki efnisþáttanna sem liggja til grundvallar Ritunarrammanum. Efnisþættir rammans eru fjórir (uppbygging texta, einkenni textategunda, málnotkun og skráning) og undir hverjum þeirra eru nokkrir undirþættir sem lýsa inntaki efnisþáttanna. Framvindurammarnir innihalda lýsingu á þeirri hæfni sem leggja skal áherslu á í ritunarkennslu á hverju þrepi. Hlutverk framvindurammanna er einnig að auðvelda kennurum að hafa yfirsýn yfir það hvaða hæfni nemendur eiga að búa yfir og hvaða hæfni þeir eiga eftir að ná tökum á.