Rökfærslutexti
Í rökfærslutexta setur höfundur fram sjónarmið, staðhæfingu eða hugmynd sem hann styður með rökum og/eða dæmum í þeim tilgangi að sannfæra lesendur og ná þeim á sitt band. Hjá elstu nemendunum er ætlast til að rökstuðningurinn byggi á staðreyndum, tölfræði eða tilvitnunum í rannsóknir og fræðimenn. Uppbygging rökfærslutexta er sambærileg uppbyggingu fræðitexta en málnotkunin önnur þar sem höfundur notar t.d. gildishlaðin orð, málamyndaspurningar og fjölbreytt stílbrögð til að vekja tilfinningaleg viðbrögð hjá lesendum. Í Ritunarrammanum er gert ráð fyrir að nemendur kynnist rökfærsluritun strax við upphaf skólagöngunnar. Með rammanum er hægt að þjálfa þá snemma í að setja fram eigin afstöðu eða skoðun en það er mikilvægt að kenna þeim gildi þess að rökstyðja mál sitt með haldbærum rökum en ekki „af því bara“.
Rökfærslutexti – mat kennara: Þrep 1-6
Hér má finna þrep rammans fyrir rökfærslutexta sem hægt er að hlaða niður/prenta út í lit eða svarthvítu.
Rökfærslutexti – sjálfsmat: Þrep 1-6
Hér má finna þrep rammans fyrir rökfærslutexta sem hægt er að hlaða niður/prenta út í lit eða svarthvítu.