Sögugerð
Saga er skálduð frásögn þar sem framvindu sögunnar er stýrt af ákveðinni atburðarás, þar sem áhugaverðar sögupersónur og atburðir halda lesandanum við efnið. Sögur geta tekið á sig alls konar mynd, verið örstuttar eða langar og vakið ýmiss konar hughrif hjá lesendum. Söguformið er það bókmenntaform sem börn þekkja best við upphaf skólagöngu. Með Ritunarrammanum er leitast við að hjálpa nemendum að þróa þetta form með því að beina sjónum að einkennum þess: heiti, kynningu, flækju og lausn. Auk þessa er lögð áhersla á fjölbreytt og áhrifaríkt orðaval og notkun stílbragða á unglingastigi til að vekja áhuga lesenda.
Sögugerð – mat kennara: Þrep 1-6
Hér má finna þrep rammans fyrir sögugerð sem hægt er að hlaða niður/prenta út í lit eða svarthvítu.
Sögugerð – sjálfsmat: Þrep 1-6
Hér má finna þrep rammans fyrir sögugerð sem hægt er að hlaða niður/prenta út í lit eða svarthvítu.