Fræðitexti

Fræðitexti hefur það meginhlutverk að koma upplýsingum eða fróðleik um afmarkað viðfangsefni til skila. Viðfangsefni fræðitexta geta verið afar fjölbreytt en við ritun hans skiptir til dæmis máli að upplýsingar gefi góða mynd af viðfangsefninu, efni textans sé sett fram á skýran og skilmerkilegan hátt og málnotkunin sé hlutlaus og laus við gildihlaðin orð. Í Ritunarrammanum er strax lögð áhersla á að nemendur þjálfist í ritun fræðitexta, læri um uppbyggingu og einkenni hans og í hvaða tilgangi hann er skrifaður. Til að byrja með er gert ráð fyrir nemandinn sæki viðfangsefni í eigin reynslu og fjalli t.d. um eigin áhugamál eða annað sem hann kann góð skil á. Síðar meir er gert ráð fyrir að hann  færi sig svo yfir í að rita fræðitexta sem byggir á lestri og vinnu með heimildir enda eykst vægi slíkrar vinnu eftir því sem líður á skólagönguna.