Ritunarramminn – handbók um notkun
Í handbókinni með Ritunarrammanum er gerð grein fyrir hugmyndafræði hans. Í henni má finna lýsingar á meginmatsþáttum rammans og undirflokkum ásamt upplýsingum um notkun í kennslu og við námsmat. Mikilvægt er að notendur Ritunarrammans kynni sér efni handbókarinnar vel þar sem lestur hennar svarar mörgum spurningum sem kunna að vakna við notkun rammans. Þrátt fyrir að handbókin innihaldi efni sem snýr að kennslufræði ritunar geymir hún engar aðferðir eða verkefni til ritunarkennslu. Slíkt má finna í útgefnu námsefni hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu en einnig hér á Læsisvefnum undir Ritun.
Handbók á vef
Ritunarramminn – handbók um notkun á stafrænu formi á island.is.
Handbók til útprentunar
Ritunarramminn – handbók um notkun á pdf formi til útprentunar.