Orðaforði og lesskilningur
Læsi í hefðbundnum skilningi byggir á tveimur höfuðþáttum en þeir eru færnin til að umbreyta ritmálinu í merkingarbær orð með umskráningu og að skilja orðin sem textinn eða ritmálið inniheldur. Allur skilningur byggir á stærð orðaforða lesarans sem verður til í gegnum samskipti, nám og reynslu. Þeir lesarar, sem hafa góðan orðaforða, hafa mikið forskot í námi á þá sem hafa hann ekki. Lesskilningsaðferðir eru kenndar til hjálpa nemendum í glímu sinni við texta og byggja þær á rannsóknum á því hvernig góðir lesarar nálgast og vinna með texta. Aðferðirnar geta reynst ákaflega gagnlegar en mikilvægt er að þær séu kenndar í samhengi og í beinni glímu við texta sem nemandinn þarf að tileinka sér. Þannig verður kennslan merkingarbær og aðferðin ekki kennd hennar sjálfrar vegna.
Orðaforði
Orðaforði er undirstaða alls mál- og lesskilnings. Þekking verður til og nám á sér stað þegar nemendur læra nýtt orð.
Lesskilningur
Lesskilningur er fyrst og fremst háður orðaforða nemandans. Efla má lesskilning með kennslu lesskilningsaðferða.
Hugarkort
Hugarkort eru góð leið til að átta sig á skipulagi og inntaki texta. Hugarkort geta tekið á sig ýmsar myndir og ræðst útfærslan af eðli verkefna.
Ýmis verkfæri
Hér er hugmyndin sú að safna inn efni úr ýmsum áttum sem tengist kennslu orðaforða og lesskilningsaðferða.