Lesskilningur
Lesskilningur er nokkuð flókið fyrirbæri og er háður fjölmörgum þáttum svo sem orðaforða lesarans, bakgrunnsþekkingu, þekkingu á uppbyggingu textategunda, tilgangi lestrar og menningarlegu samhengi svo dæmi séu tekin. Það er mikilvægt fyrir lesara að gera sér grein fyrir því að á bak við hvern texta er höfundur sem lesarinn á í raun og veru í samtali við en þessi skilningur getur gert lesarann að gagnrýnum lesara. Lesskilningsaðferðir miða flestar að því að hjálpa lesaranum að gera sér grein fyrir því innra hugarferli sem á sér stað þegar glímt er við texta og fá honum verkfæri eða bjargir í hendur til að skilja eðli og takast á við hindranirnar sem verða á vegi hans við lestur.