Hljóðkerfisvitund

Góð hljóðkerfisvitund er ein af megin forsendum þess að lestrarnám barns gangi vel. Hljóðkerfisvitund er yfirhugtak sem vísar til almennrar færni við að skynja hljóðræna uppbyggingu tungumálsins án tengsla við merkingu orða. Einfalda skýringin er sú að góð hljóðkerfisvitund feli í sér getu til að brjóta málsgrein upp í stök orð, orð í atkvæði og atkvæði í stök hljóð. Nánar má lesa um hljóðkerfisvitundina hér.

Fjölbreytt verkefni

Markviss málörvun

Kerfisbundin þjálfun í hljóðkerfisvitund í gegnum leik. Byrjað er á hlustunarleikjum, þá koma rímleikir, þulur og vísur. Síðan taka við leikir sem tengjast uppbyggingu málsins, skiptingu þess í setningar, orð og orðhluta og að lokum greiningu stakra hljóða.