Ritunarramminn

Ritunarramminn er sex þrepa matsrammi sem varðar leið í ritunarkennslu og námi frá upphafi til loka grunnskólagöngu. Ramminn er settur fram í anda leiðsagnarnáms en með notkun rammans verður hægt að leiða nemendur í átt að aukinni ritunarfærni. Í rammanum eru þrjár megin textategundir teknar fyrir en þær eru sögugerð, fræðitexti og rökfærslutexti. Efnisþættir Ritunarrammans eru fjórir eða uppbygging texta, einkenni textategunda, málnotkun og skráning. Undir hverjum efnisþættir eru mismargir undirþættir ritunar sem mikilvægt er að kenna nemendum og veita þeim næg tækifæri til að þjálfast í. Rammanum fylgja ítarleg handbók og framvindurammar sem kennarar ættu að kynna sér vel áður en þeir byrja að nota Ritunarrammann í kennslu.