Lesfimi
Lesfimiþjálfun, með áherslu á hraða og nákvæmni, hefur fengið mikið svigrúm í umræðunni undanfarið og verið sá þáttur lestrarkennslu sem kennarar finna sig hvað öruggasta í. Lesfimikennsla, og önnur formleg lestrarkennsla, hefur hins vegar ekki fengið mikið svigrúm í íslenskum skólum nema þá einna helst á yngsta stigi. Úr þessu þarf að bæta með markvissri beitingu kennsluaðferða sem efla lesfimi og þurfa kennarar að kunna skil á fjölbreyttum aðferðum til að gera kennsluna merkingarbæra fyrir nemendur og hjálpa þeim í átt að auknum árangri.
Sjónrænn orðaforði
Sjónrænn orðaforði samanstendur af þeim orðmyndum sem lesari getur lesið og skilið hratt og örugglega án umhugsunar. Hann er mikilvægur fyrir lesfimi.
Lesfimiaðferðir
Lesfimi þarf að þjálfa eins og aðra færni og þá skipta fjölbreyttar þjálfunaraðferðir máli.
Eitt skref í einu
Eitt skref í einu er fimm stiga þjálfunarefni sem hjálpar 7-10 ára nemendum að bæta lesfimi sína.
Æfingin skapar meistarann
Æfingin skapar meistarann er þjálfunarefni sem hjálpar 10-15 ára nemendum að bæta lesfimi sína.
Þjálfun og skráning
Öll færni byggir á góðri og markvissri þjálfun. Þjálfun þarf alltaf að taka mið af því hvar lesari er staddur í lestrarnámi sínu.
Matsrammi fyrir lesfimi
Mikilvægt er að meta alla þætti lesfiminnar með því að nota matsrammann. Þannig fæst skýr mynd af lesfimi nemenda.