Ritunarsmiðjur
Ritunarsmiðjan, eins og ferlisritun, kemur einnig úr smiðju Donalds H. Graves en hún skiptist í fjögur þrep: Hún hefst á stuttri innlögn, því næst er gefinn góður tími þar sem nemendur skrifa sjálfstætt, svo er tekinn tími í ritunarsamtal þar sem nemendur fá endurgjöf á vinnu sína og að lokum lesa nemendur verk sín fyrir samnemendur úr rithöfundastólnum. Ritunarsmiðjan hjálpar kennurum að mynda skýra umgjörð um ritunarkennslu sína.