Forsendur læsis
Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Í umfjölluninni hér er tekið sérstaklega mið af þeim forsendum læsis sem birtast í áherslum matstækja Lesferils á fyrstu stigum lestrarnáms. Þessir þættir eru málþroski, hljóðkerfisvitund og hljóðaaðferðin. Hljóðaaðferðin gerir þá kröfu til nemandans að við upphaf lestrarnáms sé hann kominn með góða og öfluga hljóðkerfisvitund en málþroski leggur grunninn að öllum skilningi, hvort heldur sem um ræðir skilning á töluðu máli (hlustunarskilningur) eða skilning á ritmálinu (lesskilningur).
Hljóðkerfisvitund
Hljóðkerfisvitund vísar til hæfninnar að skynja hljóðræna uppbyggingu tungumálsins. Góð hljóðkerfisvitund er ein af meginforsendum þess að lestrarnám fari vel af stað.
Hljóðaaðferðin
Hljóðaaðferðin er mjög árangursrík leið til að kenna öllum nemendum umskráningu lestrar en aðferðin kennir börnum að umbreyta bókstöfum í hljóð og orð.
Lestrarkort
Markmið lestrarkortanna er að auka fjölbreytni í lestrarþjálfun, að þjálfa það sem þarfnast þjálfunar og að nýta krafta lestrarþjálfara betur.
Lestrarkennsla
Góð lestrarkennsla er aðeins möguleg ef lestrarkennarinn býr yfir góðri þekkingu á undirstöðuþáttum lestrar og nýtir gagnreyndar aðferðir við kennslu.
Læsi og tvítyngi
Börn með íslensku sem annað mál hafa sértækar námsþarfir á meðan þau læra nýja málið en huga þarf að orðaforða sérstaklega.
K-PALS og G-PALS
Báðar aðferðirnar eru vel rannsakaðar og árangursríkar kennsluaðferðir ætlaðar byrjendum í lestri. Hér er að finna krækjur á SÍSLvefinn þar sem finna má öll gögn um K-PALS og G-PALS.