Eitt skref í einu
Eitt skref í einu er fimm stiga þjálfunarefni fyrir 7-10 ára nemendur sem þurfa að bæta lesfimi sína. Eitt skref í einu byggir á endurteknum lestri á sama texta sem er ein besta leiðin til að þjálfa lesfimi. Endurtekningin hjálpar nemandanum að festa orðmyndir í langtímaminni svo hann þekki útlit og hljóm orðsins án umhugsunar. Þjálfunartímabil hvers stigs er um fjórar vikur og fer hún fram undir leiðsögn lestrarþjálfara.