Lesfimi

Lesfimiþjálfun, með áherslu á hraða og nákvæmni, hefur fengið mikið svigrúm í umræðunni undanfarið og verið sá þáttur lestrarkennslu sem kennarar finna sig hvað öruggasta í. Lesfimikennsla, og önnur formleg lestrarkennsla, hefur hins vegar ekki fengið mikið svigrúm í íslenskum skólum nema þá einna helst á yngsta stigi. Úr þessu þarf að bæta með markvissri beitingu kennsluaðferða sem efla lesfimi og þurfa kennarar að kunna skil á fjölbreyttum aðferðum til að gera kennsluna merkingarbæra fyrir nemendur og hjálpa þeim í átt að auknum árangri.