Vitundarvakning

Frammistaða íslenskra nemenda á PISA hefur jafnt og þétt farið dalandi undanfarin ár en haustið 2015 var gerður Þjóðarsáttmáli um læsi þar sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og landssamtök foreldra, Heimili og skóli, undirrituðu samning með það fyrir augum að bæta læsi í landinu. Fljótlega varð ljóst að viðhorfsbreyting yrði einnig að eiga sér stað og hefur MMS verið samhæfingaraðili vitundarvakningar sem var unnin í samstarfi við fjöldamarga aðila. Þessir aðilar voru meðal annarra KrakkaRÚV, Borgarbókasafn, Borgarleikhúsið, IBBY, Reykjavík – bókmenntaborg UNESCO, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Samband íslenskra sveitarfélaga, Lions á Íslandi, SÍUNG, Útvarpsleikhúsið, Félag fagfólks á skólasöfnum, Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna og Upplýsing – félag bókasafns- og upplýsingafræðinga. MMS átti einnig samstarf við fjölmarga rithöfunda og einstaklinga sem lögðu hönd á plóg. Afrakstur samstarfsins varð töluverður og samstarfið við KrakkaRÚV var einstaklega gjöfult.

RISAstórar smáSÖGUR

Sögur – Krakkarúv