Lesfimiaðferðir
Það er mikilvægt að lestrarkennsla sé bæði áhugaverð og fjölbreytt en til þess þarf kennari að kunna skil á mörgum aðferðum. Þegar nemendur hafa náð tökum á hljóðaaðferðinni er hægt að hefja lesfimiþjálfun af fullum krafti en huga þarf að sjálfvirkni og nákvæmni lestrar og svo þarf að þjálfa gott lestrarlag því það er talið skipta miklu máli fyrir lesskilninginn. Flestar aðferðanna er hægt að vinna með heilum bekk og ætti slík vinna að fara markvisst fram því hún er talin gagnast öllum nemendum óháð því hvar þeir eru staddir í lestrarnámi sínu.